Velkominn á frístundavef Sveitarfélagsins Árborgar. Hér er að finna upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu ásamt möguleikum til útivistar og afþreyingar. Hægt er að skoða framboð frístundastarfs eftir aldurshópum og helstu þéttbýliskjörnum.
14 - 15 ára

Sveitanámskeið GobbiGobb
Sveitanámskeið GobbiGobb er fyrir krakka á aldrinum 6- 14 ára.
Á námskeiðinu er margt skemmtilegt brallað. Við njótum alls þess besta sem sveitin hefur upp á að bjóða. Á hverjum degi vinnum við eitthvað með hesta. Auk þess förum við niður í fjöru, vöðum og veiðum hornsíli, kynnumst litlum sætum hænuungum og förum í allskonar skemmtilega leiki. Síðasta daginn förum við í ratleik og grillum sykurpúða.

D&D sumarnámskeið - Dedication Dragons!
D&D sumarnámskeið fyrir þá sem hafa áhuga á ævintýrum, þrautum og samvinnu. Þátttakendur spila með öðrum ævintýramönnum í töfrandi ferð fulla af áskorunum, skrímslum og spennandi verkefnum. Í námskeiðinu munu þátttakendur læra að búa til persónur í D&D, hvernig á að spila og vinna saman í hóp.
Pagination
- Page 1
- Next page