12 - 13 ára

Öflugt Kórastarf

Unglingakór Selfosskirkju

Unglingakór Selfosskirkju 11-15 ára

Öflugt æskulýðsstarf í Selfosskirkju

Æskulýðsstarf Selfosskirkju TTT (10-12 ára)

Selfosskirkja býður öll börn í 5.-7. bekk velkomin í TTT starf kirkjunnar á þriðjudögum á milli 16:30 og 18:00. Fyrsti fundur vetrarins verður þriðjudaginn 31. ágúst.
Flott dansnámskeið fyrir 6-17 ára í haust hjá Dansakademíunni

Dansakademían - Haustönn 2021 fyrir 6 til 17 ára

Dansakademían býður upp á tómstundamiðað jazzballettnám fyrir börn og ungmenni á öllum aldri. Markmið Dansakademíunnar er að skapa gott umhverfi fyrir dansara á hvaða getustigi sem er til að vaxa og dafna. Boðið er upp á hópa fyrir börn á aldrinum 6-15 ára á haustönn 2021.
Júdóæfingar hjá Umf. Selfoss í vetur

Júdóæfingar hjá Umf. Selfoss veturinn 2021-2022

Skráning er hafin fyrir júdóæfingar veturinn 2021-2022. Júdó Selfoss er með kennslu fyrir bæði kynin og alla aldurshópa. Krökkum er velkomið að koma og prófa frítt í tvær vikur. Æfingar fara fram í júdósalnum á móti sundlauginni. Júdó eykur þol, fimi, styrk og eflir sjálfstraust. Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á judoselfoss@gmail.com
skráning í fimleika hafin

Fimleikar veturinn 2021-2022

Skráning í fimleika er hafin fyrir veturinn 2021 – 2022 á selfoss.felog.is. Skráning er opin til 30.ágúst. Við tökum inn börn fædd 2017 og fyrr. Íþróttaskólinn verður auglýstur síðar fyrir börn 0 – 5 ára. Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á fimleikar@umfs.is
Skemmtileg námskeið í Selfosskirkju

Leikjanámskeið Selfosskirkju

Leikjanámskeið Selfosskirkju Í námskeiðunum verður farið í marga skemmtilega leiki, sungið, sprellað og haft gaman. Við vinnum með á félagsfærni í gegnum leiki og skemmtileg verkefni, og leggjum áherslu á að mæta krökkunum, þeirra áhugasviði og leyfa þeim að njóta sín.
skemmtilegar æfingar hjá frjálsum

Frjálsar íþróttir hjá Umf. Selfoss í sumar

Frjálsíþróttadeild  Selfoss er með sumarnámskeið fyrir alla fædda 2016 og eldri. Æfingar eru 2 til 5 sinnum í viku og er æft á glæsilegum frjálsíþróttavelli UMF.Selfoss.
Skemmtilegt golfeikjanámskeið í sumar fyrir 5-14 ára krakka

Golfleikjanámskeið GOS 2021

Í sumar verður GOS með skemmtilegt Golfleikjanámskeið fyrir 5 - 14 ára hressa krakka.
Ýmislegt skemmtilegt í gangi hjá handboltanum í sumar

Handbolti Umf. Selfoss í sumar

Handknattleiksdeild umf. Selfoss mun bjóða upp á handboltaæfingar út júní, iðkendum að kostnaðarlausu til að koma til móts við þann tíma sem iðkendur misstu í vetur vegna Covid-19 faraldursins. Vetrar æfingataflan gildir til sunnudagsins 13.júní, eftir það taka við sumaræfingar í þrjár vikur til 1.júlí
Skemmtileg sveitanámskeið á Baugsstöðum

Sveitanámskeið Gobbigobb 2021

Sveitanámskeið Gobbigobb 2021 Í sumar verður aftur boðið upp á sveitanámskeið fyrir káta krakka á aldrinum 5 - 13 ára. Tvennskonar námskeið verða í boði: Sveitanámskeið og pollanámskeið. Inntak námskeiðanna er leikur, gleði og nánd við náttúruna og dýrin.