Eyrarbakki

Áhugavert námskeið í hleðslutækni o.fl.

Torfið - námskeið í hleðslutækni o.fl. í Íslenska bænum

Námskeið í hleðslutækni og torfbyggingafræðum, sjálfbærni og óáþreifanlegum menningararfi, staðbundnum og vistvænum arkitektúr. Hleðsluskólinn og Íslenski bærinn standa fyrir námskeiði í íslenskri hleðslutækni í samstarfi við Listaháskóla Íslands.
skemmtilegar hugmyndir fyrir fjallgöngur með fjölskyldunni

Fjölskyldan á fjallið

Fjölskyldan á fjallið Fjölskyldan á fjallið er nýtt verkefni í sveitarfélaginu Árborg sem unnið er í samvinnu við Heilsueflandi samfélag og ferðafélag barnanna. Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar, upplifa fallegu náttúruna okkar og skapa eftirminnilegar minningar saman. 
Skemmtileg listasmiðja verður í boði við Ströndina í sumar

Listasmiðja við Ströndina

Í listasmiðjunni fá þátttakendur tækifæri til að skapa á fjölbreyttan hátt og draga innblástur frá nærumhverfi sínu. Farið verður í vettvangsferðir til að safna efnivið til listsköpunar. Unnið verður með grafík, teikningu, málun og margt fleira.
Það verður skemmtilegt reiðnámskeið í gangi á Eyrarbakka í sumar

Reiðnámskeið á Eyrarbakka

Reiðnámskeið á Eyrarbakka Í sumar (júní -júlí ) verða haldin vikuleg reiðnámskeið fyrir börn á aldrinum 5-13 ára .
Listin að leika sér - leiklistarnámskeið við Ströndina.  Leikkonan og leikstjórinn Hera Fjord býður upp á í samvinnu við Ungmennafélag Eyrarbakka leiklistarnámskeið á Stað, Eyrarbakka í sumar.

Listin að leika sér - leiklistarnámskeið við Ströndina

Listin að leika sér - leiklistarnámskeið við Ströndina Hera Fjord, Rebekka Magnúsdóttir og Ungmennafélag Eyrarbakka bjóða upp á leiklistarnámskeið á Stað, Eyrarbakka í sumar.   Markmiðið er að þátttakendur læri undirstöðuatriðin í leiklist, kynnist hugmynda- og samvinnu, hljóti aukna sjálfsþekkingu og samkennd, bæti sjálfstraust sitt og gleði.