8-9 ára

motorcross

Motocross sumarnámskeið 2022

Það verður líf og fjör hjá okkur í sumar eins og undanfarin ár. Æfingar hefjast í byrjun júní. Boðið verður upp á æfingar í tveimur hópum, fyrir yngri og óreyndari og svo hópur fyrir eldri.
taekwondo

Taekwondo sumarnámskeið 2022

Taekwondo deild umfs verða með sumar æfingar í júní. Æfingarnar fara fram í salnum okkar í íþróttahúsinu Baulu við Sunnulækjarskóla.
fimleikar

Sumarfimleikar 2022

Fimleikanámskeið fyrir stúlkur fæddar 2012 og 2013 (fyrir þær sem ekki eru skráðar í deildina).
fimleikar

Sumarfimleikar 2022

Fimleikanámskeið fyrir drengi fædda 2009 – 2013 (fyrir þá sem ekki eru skráðir í deildina)
frjalsar 8

Frjálsar íþróttir sumar 2022

Meginmarkmið er alhliða hreyfiþjálfun ásamt tækniþjálfun í öllum greinum. Nokkur minni mót þar sem allir fá jöfn tækifæri og allir eru sigurvegarar
karfa eldri

Sumarnámskeið í körfuknatttleik

Áhersla er lögð á að læra körfubolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar. Öll námskeiðin hjá þessum hópi enda með óvæntum glaðningi.
karfa yngri

Sumarnámskeið í körfuknattleik

Áhersla er lögð á að læra körfubolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar. Öll námskeiðin hjá þessum hópi enda með óvæntum glaðningi. Öll námskeið munu fara fram í íþróttahúsinu við Vallaskóla.
hestar

Reiðnámskeið á Eyrarbakka

Í sumar (júní-júlí) verða haldin vikuleg reiðnámskeið fyrir börn á aldrinum 5-13 ára.  Hópnum verður skipt upp í yngri og eldri hóp. Hestar og allur búnaður er á staðnum. 
golf

Golfleikjanámskeið sumar 2022

Markmið golfleikjanámskeiðanna er að kynna golfíþróttina fyrir börnum og ýta undir áhuga þeirra á þvi að leggja stund á þessa göfugu íþrótt. Farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum í upphafshögg og eru leiðbeiningar gjarnan í formi ýmiskonar golfleikja
sleipnir

Reiðskóli Sleipnis og Katrínar Evu

Börnin læra grunnatriði í hestamennsku. Stuðst verður við leiki og gleði til að bæta samhæfingu, ásetu og færni hjá hverjum og einum. Farið verður í útreiðartúra ásamt uppákomum í reiðhöll. Innifalið í verði er aðgangur að hesti, reiðtygum og hjálmi.