Velkominn á frístundavef Sveitarfélagsins Árborgar. Hér er að finna upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu ásamt möguleikum til útivistar og afþreyingar. Hægt er að skoða framboð frístundastarfs eftir aldurshópum og helstu þéttbýliskjörnum.
8-9 ára

Sköpunar- og hugleiðslunámskeið
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að skapa innri vellíðan með skemmtilegri og fjölbreyttri sköpun (þar sem leitað verður í náttúruna) og notalegum hugleiðsluæfingum. Að auki fær hver og einn þátttakandi námskeiðsins yndislegu barnahugleiðslubókina Kristalsfjallið að gjöf.

Sumarnámskeið GobbiGobb
Hestar skipa stóran sess í lífinu á bænum og við munum vinna mikið með þá, það þarf að gefa þeim, kemba þeim og greiða, og þeir sem vilja mega fara á bak. Fjaran er líka stór partur af námskeiðinu og það er mjög vinsælt að fara niður í fjöru að veiða hornsíli eða vaða. Auk þess þá förum við í allskonar leiki og gerum eitt og annað skemmtilegt

Bókasafn Árborgar Selfossi - Sumarlestur 2022
Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 3. – 5. bekk.
Markmið sumarlestrar er að viðhalda lestrarhæfni og kynna ævintýraheim bóka fyrir börnum. Í sumar er þemað Tinni og aðrar teiknihetjur.
Í sumar er þemað Tinni og aðrar teiknihetjur.
Pagination
- Page 1
- Next page