6-7 ára

karfa yngri

Sumarnámskeið í körfuknattleik

Áhersla er lögð á að læra körfubolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar. Öll námskeiðin hjá þessum hópi enda með óvæntum glaðningi. Öll námskeið munu fara fram í íþróttahúsinu við Vallaskóla.
hestar

Reiðnámskeið á Eyrarbakka

Í sumar (júní-júlí) verða haldin vikuleg reiðnámskeið fyrir börn á aldrinum 5-13 ára.  Hópnum verður skipt upp í yngri og eldri hóp. Hestar og allur búnaður er á staðnum. 
golf

Golfleikjanámskeið sumar 2022

Markmið golfleikjanámskeiðanna er að kynna golfíþróttina fyrir börnum og ýta undir áhuga þeirra á þvi að leggja stund á þessa göfugu íþrótt. Farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum í upphafshögg og eru leiðbeiningar gjarnan í formi ýmiskonar golfleikja
Vornámskeið sund

Vornámskeið í sundi 7-16. júní

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á vatnsaðlögun og lagður grunnur að sundkennslu. Kennt verður fyrir hádegi virka daga í alls 8 skipti í 45 mínútur í senn. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2016 og 2017 en eldri börn eru velkomin.
sleipnir

Reiðskóli Sleipnis og Katrínar Evu

Börnin læra grunnatriði í hestamennsku. Stuðst verður við leiki og gleði til að bæta samhæfingu, ásetu og færni hjá hverjum og einum. Farið verður í útreiðartúra ásamt uppákomum í reiðhöll. Innifalið í verði er aðgangur að hesti, reiðtygum og hjálmi.
leikhus

Leikhúsnámskeið

Leikfélag Selfoss verður að venju með námskeið fyrir börn og unglinga í leiklist. Unnið verður með framkomu, tjáningu, sjálfsöruggi á sviði, samvinnu og almenna jákvæðni í garð leiklistar.
sumarfr+istund 2022

Sumarfrístund 2022

Á sumarfrístund eru í boði vikulöng námskeið fyrir börn fædd 2012-2015. Námskeiðin verða í boði frá 13. júní til 19. ágúst. Lokað er frá 25. júlí- 5. ágúst. Opið er frá kl. 8:00 – 16:30 mánudaga- fimmtudag og 8:00 - 14:00 á föstudögum.
cf selfoss

Sumar 2022- Krakka Crossfit

Krakka Crossfit-Sumarnámskeið. Frábær alhliða undirbúningur fyrir hvaða íþrótt sem er. Krakkarnir fá að kynnast undirstöðuatriðum í olympískum lyftingum, fimleikum, kraftlyftingum ofl, bæta liðleika, snerpu, samhæfingu og jafnvægi.
7-9 ára

Sumar 2022- Dansakademían

7-9 ára framhalds- og nýnemar (börn fædd 2013-2015). Sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 7-9 ára þar sem allir eru velkomnir sama hvort þeir hafi æft dans áður eða ekki! Í jazzballetttímum er dansgleði og skemmtun í fyrirrúmi ásamt ríkri áherslu á jazzballett tækni. Við lærum að vera partur hóp, hvetjum hvort annað áfram og sköpum trausta liðsheild
3-6

Sumar 2022- Dansakademían

5-6 ára framhalds- og nýnemar (börn fædd 2016-2017). Blandað sumarnámskeið fyrir börn sem hafa stundað dans og fyrir þá sem vilja prófa dans. Í tímunum er lögð áhersla á dansgleði og skemmtun. Við örvum skilningarvitin með litum, takti, leik og notum ímyndunaraflið til að kanna hreyfingarnar okkar