Velkominn á frístundavef Sveitarfélagsins Árborgar. Hér er að finna upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu ásamt möguleikum til útivistar og afþreyingar. Hægt er að skoða framboð frístundastarfs eftir aldurshópum og helstu þéttbýliskjörnum.
6-7 ára

Golfleikjanámskeið sumar 2022
Markmið golfleikjanámskeiðanna er að kynna golfíþróttina fyrir börnum og ýta undir áhuga þeirra á þvi að leggja stund á þessa göfugu íþrótt. Farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum í upphafshögg og eru leiðbeiningar gjarnan í formi ýmiskonar golfleikja

Sumar 2022- Dansakademían
7-9 ára framhalds- og nýnemar (börn fædd 2013-2015). Sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 7-9 ára þar sem allir eru velkomnir sama hvort þeir hafi æft dans áður eða ekki! Í jazzballetttímum er dansgleði og skemmtun í fyrirrúmi ásamt ríkri áherslu á jazzballett tækni. Við lærum að vera partur hóp, hvetjum hvort annað áfram og sköpum trausta liðsheild

Sumar 2022- Dansakademían
5-6 ára framhalds- og nýnemar (börn fædd 2016-2017). Blandað sumarnámskeið fyrir börn sem hafa stundað dans og fyrir þá sem vilja prófa dans. Í tímunum er lögð áhersla á dansgleði og skemmtun. Við örvum skilningarvitin með litum, takti, leik og notum ímyndunaraflið til að kanna hreyfingarnar okkar
Pagination
- Previous page
- Page 2
- Next page