Velkominn á frístundavef Sveitarfélagsins Árborgar. Hér er að finna upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu ásamt möguleikum til útivistar og afþreyingar. Hægt er að skoða framboð frístundastarfs eftir aldurshópum og helstu þéttbýliskjörnum.
16 - 18 ára
Rafíþróttir sumar 2022
Þeir sem koma nýjir inn erum við að kenna haldgóðar teygjur og förum yfir góðar venjur í kringum tölvurnar ásamt reglum sem þarf að fylgja í tölvurýminu (góð umgengni við tölvubúnað). Þeim er kennt að búa sér til aðgang fyrir þá leiki sem verður prófað. Farið er í fjölbreytt úrval leikja þar sem iðkenndur eru kynntir fyrir mismunandi leikjum og fyrir því hvernig spilað sé saman (Liðsheild og tilgangur hennar).

Sumar 2022- Dansakademían
13 ára og eldri framhaldsnemar - tæknilega krefjandi (ungmenni fædd 2009 og eldri). Sumarnámskeið fyrir framhaldsnema 13 ára og eldri þar sem krafa er um kunnáttu á tæknilegum atriðum úti á gólfi og horni eins og pirouette, piques, splittstökkum o.s.frv. Mikil keyrsla er í tímunum og æskilegt er að nemendur hafi æft dans í eitt ár áður.

Myndlistarnámskeið fyrir 13-16 ára
Myndlistarnámskeið fyrir 13-16 ára.
Á námskeiðinu er unnið með fjölbreyttar aðferðir í teikningu, málun, grafík og blandaðri tækni.
Lögð er áhersla á grunnatriði sjónlista í teikningu, myndbyggingu, litafræði og blandaðri tækni auk þrykk aðferða. Þátttakendur fá tækifæri á að dýpka þekkingu sína og færni í myndlist. Námskeiðið hentar öllum ungmennum á aldrinum 13-16 ára sem hafa áhuga á myndlist eða vilja prófa eitthvað nýtt.

Hestaíþróttir Sleipnis
Í vetur mun Sleipnir starfrækja félagshesthús þar sem börnum og unglingum á aldrinum 12-16 ára býðst að stunda hestamennsku undir öruggri leiðsögn menntaðra reiðkennara frá Hólaskóla.
Félagshesthúsið veitir þannig börnum og unglingum sem ekki hafa aðgang að hestum, tækifæri til þess að kynnast og stunda hestaíþróttir.
Pagination
- Page 1
- Next page