0-5 ára

Fossbúar

Skátastarf Fossbúa

Skátastarf stefnir að því að gera einstaklinga sjálfstæða og tilbúna til að bregðast við því sem að höndum ber í gegnum athafnanám (learning by doing). Hlutverk skátahreyfingarinnar er að gera heiminn betri með skátaheitið og skátalögin að leiðarljósi.
3-6

Dansakademían haustönn

Haustönn hjá Dansakademíunni 

sumar2022

Sumarleikur fjölskyldunnar 2022

Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar í fallegu náttúrunni okkar, kynnast nærumhverfi sínu betur, uppgötva staði sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða, skapa samverutíma saman og eignast skemmtilegar minningar saman.
sund

Sundnámskeið á Stokkseyri 13.-28. júní

Kennsluatriði: Vatnsaðlögun, flot, köfun, sund og leikir ýmiskonar. Aldur: f. 2018 og eldri, krakkar á skólaaldri sérlega velkomin
hestar

Sumarnámskeið GobbiGobb

Hestar skipa stóran sess í lífinu á bænum og við munum vinna mikið með þá, það þarf að gefa þeim, kemba þeim og greiða, og þeir sem vilja mega fara á bak. Fjaran er líka stór partur af námskeiðinu og það er mjög vinsælt að fara niður í fjöru að veiða hornsíli eða vaða. Auk þess þá förum við í allskonar leiki og gerum eitt og annað skemmtilegt
taekwondo

Taekwondo sumarnámskeið 2022

Taekwondo deild umfs verða með sumar æfingar í júní. Æfingarnar fara fram í salnum okkar í íþróttahúsinu Baulu við Sunnulækjarskóla.
frjalsar 7

Frjálsar íþróttir sumar 2022

Flokkur 7 ára og yngri (fædd 2015-2017) Æfingar 2x í viku í klukkutíma í senn. Meginmarkmið er alhliða hreyfiþjálfun í leikjaformi. Nokkur minni mót þar sem allir fá jöfn tækifæri og allir eru sigurvegara.
hestar

Reiðnámskeið á Eyrarbakka

Í sumar (júní-júlí) verða haldin vikuleg reiðnámskeið fyrir börn á aldrinum 5-13 ára.  Hópnum verður skipt upp í yngri og eldri hóp. Hestar og allur búnaður er á staðnum. 
golf

Golfleikjanámskeið sumar 2022

Markmið golfleikjanámskeiðanna er að kynna golfíþróttina fyrir börnum og ýta undir áhuga þeirra á þvi að leggja stund á þessa göfugu íþrótt. Farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum í upphafshögg og eru leiðbeiningar gjarnan í formi ýmiskonar golfleikja
Vornámskeið sund

Vornámskeið í sundi 7-16. júní

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á vatnsaðlögun og lagður grunnur að sundkennslu. Kennt verður fyrir hádegi virka daga í alls 8 skipti í 45 mínútur í senn. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2016 og 2017 en eldri börn eru velkomin.