Teikninámskeið

Submitted by gunnars@arborg.is on Tue, 05/11/2021 - 17:49
Image
Teikninámskeið verður í sumar í Sunnulækjarskóla

Teikninámskeið

Í sumar bjóðum við upp á teikninámskeið á Selfossi fyrir börn á aldrinum 8 - 13 ára (fædd 2008-2013)

Kennd verða grunnatriði teikningar og litafræði og börnin fá að kynnast mismunandi áhöldum og aðferðum við teikningu. Við skoðum ljós og skugga, áferðir og form, kynnumst fjarvídd og lærum að blanda liti. Við rannsökum umhverfið okkar og finnum viðfangsefni í teikningar og mynsturgerð. Í lok námskeiðsins setja börnin upp sýningu með verkum sínum og bjóða ættingjum og vinum að koma og njóta.

Kennt verður í myndmenntastofu Sunnulækjarskóla, mánudag til föstudags frá klukkan 9-12. Hvert námskeið er fimm dagar, alls 15 kennslustundir. Allur efniskostnaður er innifalinn og börnin fá að eiga sín áhöld. Gott er að hafa með sér nesti.

Athugið að námskeiðið verður með örlítið breyttu sniði frá því í fyrra og því geta börn sem hafa komið áður upplifað nýja hluti með okkur í ár auk þess sem skipt verður í hópa eftir aldri.

Tímasetningar:
1. námskeið: 21. júní - 25. júní -yngri hópur (2011-2013)
https://forms.gle/c3KCo3SMJiV6GNcW6

2. námskeið: 28. júní - 2. júlí -yngri hópur (2011-2013)
https://forms.gle/bPQY3brECFMJfmiq8

3. námskeið: 5. júlí - 9. júlí -eldri hópur (2008 - 2010) https://forms.gle/8fCoDXUUABvVsSCN6

4. námskeið: 12. júlí - 16. júlí -eldri hópur (2008 - 2010)
https://forms.gle/RH2USU4K6h4vWEkm8

Að námskeiðinu standa Elín María Halldórsdóttir, grafískur hönnuður og myndskreytir og Erla Eyþórsdóttir, textílhönnuður og kennaranemi.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 897 9686, í gegnum netfangið sumarteikning@gmail.com eða á Facebook síðu námskeiðsins fb.me/sumarteikning. Skráning hefst 1. maí í gegnum skráningarform hér, sem og á Facebook síðunni. Athugið að aðeins 12 börn komast að á hvert námskeið.

Verð: 20.500 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk til að greiða námskeiðsgjöld.

Staður
Símanúmer
8979686
Tölvupóstur