Sveitanámskeið GobbiGobb

Submitted by Dagbjört on Tue, 04/25/2023 - 09:02
Image
Gobbigobb

Sveitanámskeið GobbiGobb

Sveitanámskeið GobbiGobb er fyrir krakka á aldrinum 6- 14 ára.

Á námskeiðinu er margt skemmtilegt brallað. Við njótum alls þess besta sem sveitin hefur upp á að bjóða. Á hverjum degi vinnum við eitthvað með hesta. Auk þess förum við niður í fjöru, vöðum og veiðum hornsíli, kynnumst litlum sætum hænuungum og förum í allskonar skemmtilega leiki. Síðasta daginn förum við í ratleik og grillum sykurpúða.


Sú nýlunda verður í ár að við bjóðum upp á framhaldsnámskeið fyrir þá krakka sem hafa komið áður á sveitanámskeið til okkar. Á framhaldsnámskeiðinu byggjum við á þeirri þekkingu sem krakkarnir öðluðust á fyrri sveitanámskeiðum og prófum allskonar nýja hluti.

Á hvert námskeið komast aðeins 10 krakkar. 

Námskeiðin eru frá mánudegi til föstudags, frá kl. 9:00-12:00, eða 13:00-16:00.

Verð 18.400 kr.
Hægt er að nýta frístundastyrk Árborgar fyrir þetta námskeið. 

Umsjónarmaður námskeiðanna er Sjöfn Þórarinsdóttir, tómstundafræðingur og kennari.

 

Skráning og nánari upplýsingar er að finna inni á gobbigobb.is/namskeid

Staður
Tölvupóstur