
Sunnudagaskóli Selfosskirkju
Sunnudagaskóli Selfosskirkju er vettvangur fyrir dýrmætar samverustundir með ástvinum í kirkjunni.
Í sunnudagaskólanum er sprellað, sagðar sögur og jafnvel sýnd leikrit og hver veit nema það komi skemmtilegir gestir í heimsókn. Inn í þetta fléttast fróðleikur um allt mögulegt sem við kemur trúnni og kirkjunni okkar.
Umfram allt annað þá er gaman í sunnudagaskólanum og tónlistin fær mikið vægi með söng og hljóðfærum. Í sunnudagaskólanum er lögð áhersla á samfellu og stöðugleika í starfinu og er sunnudagaskólinn alltaf á sínum stað, klukkan 11 á sunnudögum, í safnaðarheimili kirkjunnar.
Öll börn eru velkomin í sunnudagaskólann en líka bræður og systur, mömmur og pabbar, afar og ömmur, frændfólk og góðir vinir.
Sjáumst í sunnudagaskólanum
Tölvupostur: Sjofn@selfosskirkja.is
Vefsíða: www.selfosskirkja.is