Sumarsmiðjur Zelsiuz fyrir börn fædd 2008-2010

Submitted by gunnars@arborg.is on Sun, 05/23/2021 - 17:24
Image
Fjölbreyttar og skemmtilegar smiðjur í sumar hjá Zelsiuz fyrir 5.-7. bekk

Félagsmiðstöðin Zelsiuz ætlar að standa fyrir sumarsmiðjum fyrir krakka sem voru í 5. -7. bekk síðastliðinn vetur. Smiðjurnar verða í boði frá 14. júní til 23. júlí. Hægt er að skrá sig í stakar smiðjur, heilan dag eða heila viku.

Smiðjurnar eru staðsettar í Sunnulækjarskóla.

Smiðjurnar verða með fjölbreyttu sniði eins og sést hér að neðan en meðal annars verður í boði skartgripagerð, ævintýraferðir, ýmsar leikjasmiðjur, stuttmyndagerð og matreiðslusmiðjur. Umsjón verður í höndum tveggja starfsmanna félagsmiðstöðvarinnar en einnig verða þrjár til fjórar aðstoðarmanneskjur. Skráning hefst mánudaginn 24. maí á Völu sumarfrístund: https://sumar.vala.is/#/login.

Fjöldatakmarkanir verða í hverja smiðju svo um að gera að skrá sig sem fyrst.

Verðskrá:

Stök smiðja:     1.000 kr.-

Heill dagur:     1.500 kr.-

Heil vika:        5.500 kr.-

 

Skráning fer fram á sumar.vala.is

 

Lýsingar á hverri smiðju er hér að neðan:

 

Vika 1: 14.- 18. júní

Vísindasmiðja

Í vísindasmiðjunni munum við prófa alls konar hluti og gera tilraunir saman. Hvað gerist þegar við setjum mentos í kók? Hvernig er hægt að búa til slím? Mjög skemmtileg smiðja þar sem forvitnir vísindaáhugamenn njóta sín í botn. Takmarkað pláss í smiðjuna – 24 krakkar.

 

Afmælisleikir

Í þessari smiðju ætlum við að fara í hina “týpisku” afmælisleiki sem eru t.d. pakkaleikur, stopp dans, stóla leikurinn og svo framvegis. Takmarkað pláss í smiðjuna – 30 krakkar

 

Skartgripa og lyklakippugerð

Í skartgripa- og lyklakippugerðinni munum við búa til eyrnalokka, hálsmen, armbönd, lyklakippur og aðra eins smáhluti. Hér fá listrænir tækifæri til að spreyta sig og útbúa alls kyns fallega muni sem hægt verður að taka með sér heim. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 24 krakkar

 

Smíða- og föndursmiðja

Í smíða- og föndursmiðjunni munum við smíða og föndra fallega muni saman sem hægt verður að taka með sér heim. Krakkarnir fá að spreyta sig til að búa til það sem þeim langar undir leiðsögn smiðjustjóra. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 24 krakkar.

 

Hjólaferð í Hellisskóg

Í þessari smiðju ætlum við að gera okkur góðan dag og hjóla saman í Helliskóg. Þegar komið er í Helliskóg ætlum við að fara í leiki og borða nesti saman. Takmarkað pláss í smiðjuna -30 krakkar.

 

Sund á Selfossi

Farið verður í sund á Selfossi og leikið sér saman í lauginni. Mjög gaman að fara saman sem hópur í góðu veðri. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 30 krakkar.

 

Pizzabakstur

Í pizzubakstrinum fá krakkarnir pizzabotn, sósu og álegg sem þau mega velja sjálf á pizzuna. Borðað er saman í lokin. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 24 krakkar.

 

Brjóstsykursgerð

Í brjóstsykursgerðinni fá krakkarnir að prófa sig áfram að búa til heimagerða og gómsæta brjóstsykra. Hægt er að velja skemmtilegan lit og gott bragð og búið þá til í öllum stærðum og gerðum. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 24 krakkar.

 

 

 

Vika 2: 21.-25. júní

Minute to win it

Í þessari smiðju förum við í fjölbreyttar og skemmtilegar keppnir þar sem krakkarnir hafa eina mínútu til þess að klara hvert verkefni fyrir sig. -30 krakkar.

 

Útileikir

Í útileikjasmiðjunni munum við fara í skemmtilega leiki sem eru hvað vinsælastir utan dyra svo sem 10 skref blindandi, einakrónu, snúsnú, verpa eggjum, 1-2-3-4-5-dimmalimm og lengi mætti telja áfram. Skemmtileg smiðja fyrir alla sem hafa áhuga á skemmtilegri hreyfingu utan dyra. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 30 krakkar.

 

Ferð í Slakka húsdýragarð og sund á Borg

Ferðin í Slakka húsdýragarð er heill dagur þar sem farið verður að skoða hin ýmsu dýr sem leynast þar, farið á leiksvæðið og spilað minigólf. Við munum borða saman nesti í hádeginu og svo er leiðinni heitið á Borg þar sem við ætlum í sund. Áætluð heimkoma fyrir kl 16 þar sem það verður ekki hádegishlé. Það er því ekki hægt að koma bara hálfan dag í þessa smiðju. Takmarkað pláss í smiðjuna. – 24 krakkar.

 

Hönnunarsmiðja

Í þessari smiðju geta þeir sem hafa áhuga á hönnun spreytt sig í alls kyns sniðugum hlutum. Við munum til dæmis hanna bolinn sem við litum síðan samdægurs í bolagerðinni. Því mælum við með því að skrá sig allan daginn. Hægt verður að prófa sig áfram í ýmsum hlutum til að skreyta herbergið sitt, búa til falleg kerti og ýmis konar skraut sem hægt verður að taka með sér heim. Takmarkað pláss í smiðjuna – 24 krakkar

 

Tie Dye

Í bolagerðinni fá allir bol til þess að lita eftir eigin litamynstri og gera ýmislegt fallegt. Allir fá að taka bolinn sinn með sér heim. Takmarkað pláss í smiðjuna – 24 krakkar.

 

Boltaleikir

Í fótbolta, handbolta og körfubolta smiðjunni verður farið í hinar vinsælu boltaíþróttir sem svo margir hafa gaman af. Við munum prófa okkur áfram með alls konar trikk og skemmtilegheit og skipta svo í lið og spila saman. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 30 krakkar.

 

Vatnsstríð

Hið sívinsæla vatnsstríð þar sem vatnsblöðrur, vatnsbyssur, dúkur með nóg af sápuvatni er aðal uppistaða vatnsstríðsins. Ótrúlega skemmtileg smiðja þar sem enginn fer þurr heim. Takmarkað pláss í smiðjuna – 30 krakkar.

 

Masterchef Árborg

Masterchef Árborg er byggt upp á svipaðan hátt og samnefndir þættir. Þátttakendur fá ákveðin hráefni sem þau fá að nýta eins og þeim einum listir. Klukkan tifar og sá sem stendur uppi með flottasta, frumlegasta og bragðbesta réttinn vinnur Masterchef Árborgar. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 24 krakkar.

 

The Great Zelsiuz Bake Off

The Great Zelsiuz Bake Off er byggt á vinsælu þáttunum Nailed it, sem er keppni þar sem krakkarnir fá mynd af eftirrétt og þurfa að endurgera hann. Mjög fyndin og skemmtileg smiðja sem allir hefðu gaman af. –24 krakkar.

 

Vika 3: 28.- 2. júlí

Útileikir

Í útileikjasmiðjunni munum við fara í skemmtilega leiki sem eru hvað vinsælastir utan dyra svo sem 10 skref blindandi, einakrónu, snúsnú, verpa eggjum, 1-2-3-4-5-dimmalimm og lengi mætti telja áfram. Skemmtileg smiðja fyrir alla sem hafa áhuga á skemmtilegri hreyfingu utan dyra. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 30 krakkar.

 

Boltaleikir

Í fótbolta, handbolta og körfubolta smiðjunni verður farið í hinar vinsælu boltaíþróttir sem svo margir hafa gaman af. Við munum prófa okkur áfram með alls konar trikk og skemmtilegheit og skipta svo í lið og spila saman. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 30 krakkar.

 

Just dance

Just dance er vinsæll tölvuleikur, þar sem dans er aðal málið. -24 krakkar

 

Rocket leauge

Rocket league er vinsæll tölvuleikur þar sem bílar eru að spila fótbolta. -24 krakkar

 

Ferð í Raufarhólshelli og sund í Þorlákshöfn

Ferðin í Raufarhólshelli er heill dagur þar sem farið verður að skoða þennan flotta helli. Farið verður með rútu og þar sem þetta er heill dagur þarf að koma með nesti. Eftir hádegi förum við svo saman í sund í Þorlákshöfn. Áætluð heimkoma er fyrir 16. Það er því ekki hægt að koma einungis hálfan dag í þessar smiðjur. Takmarkað pláss í smiðjuna. -24 krakkar

 

Real life among us

Byggt á hinum fræga tölvuleik Among us. Þar verða starfsmenn búnir að gera verkefni sem krakkarnir leysa. -30 krakkar

 

Lagaleikurinn

Lagaleikurinn er leikur þar sem starfsmaður spilar lög í hátalara og krakkarnir eiga að giska á annað hvort hver söngvarinn er eða hvað lagið sjálft heitir. Gríðarlega vinsæll leikur hjá Zelsíuz í vetur -30 krakkar

 

Vísindasmiðja

Í vísindasmiðjunni munum við prófa alls konar hluti og gera tilraunir saman. Hvað gerist þegar við setjum mentos í kók? Hvernig er hægt að búa til slím? Mjög skemmtileg smiðja þar sem forvitnir vísindaáhugamenn njóta sín í botn. Takmarkað pláss í smiðjuna – 24 krakkar.

 

Vatnsstríð

Hið sívinsæla vatnsstríð þar sem vatnsblöðrur, vatnsbyssur, dúkur með nóg af sápuvatni er aðal uppistaða vatnsstríðsins. Ótrúlega skemmtileg smiðja þar sem enginn fer þurr heim. Takmarkað pláss í smiðjuna – 30 krakkar.

 

Vika 4: 5.júlí- 9. júlí

Pizzabakstur

Í pizzubakstrinum fá krakkarnir pizzabotn, sósu og álegg sem þau mega velja sjálf á pizzuna. Borðað er saman í lokin. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 24 krakkar.

 

Brjóstsykursgerð

Í brjóstsykursgerðinni fá krakkarnir að prófa sig áfram að búa til heimagerða og gómsæta brjóstsykra. Hægt er að velja skemmtilegan lit og gott bragð og búið þá til í öllum stærðum og gerðum. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 24 krakkar.

 

Kajak og Sund

Farið verður í ævintýraferð á Stokkseyri þar sem við munum fara á kajak og svo í sund eftir á. Ótrúlega skemmtileg ferð þar sem allir með áhuga á hreyfingu, ævintýrum eða íþróttum hafa gaman af. Takmarkað pláss í smiðjuna – 24 krakkar.

 

Skartgripa og lyklakippugerð

Í skartgripa- og lyklakippugerðinni munum við búa til eyrnalokka, hálsmen, armbönd, lyklakippur og aðra eins smáhluti. Hér fá listrænir tækifæri til að spreyta sig og útbúa alls kyns fallega muni sem hægt verður að taka með sér heim. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 24 krakkar

 

Smíða- og föndursmiðja

Í smíða- og föndursmiðjunni munum við smíða og föndra fallega muni saman sem hægt verður að taka með sér heim. Krakkarnir fá að spreyta sig til að búa til það sem þeim langar undir leiðsögn smiðjustjóra. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 24 krakkar.

 

Ratleikur

Í þessari smiðju förum við í ratleik um Selfoss, starfsmenn verða búnir að undirbúa geggjaðan ratleik fyrir krakkana og verður mikið fjör. -30 krakkar

 

Frisbeegolf

Í þessari smiðju förum við í frisbeegolf á Selfossi. -30 krakkar

 

Role Play smiðja

Í Role play smiðjunni er farið í hlutverkaleiki svo sem „Dungeons and dragons“. Þar velja krakkarnir sér karakter sem þau spila með í leiknum við aðra krakka. Í spilinu lenda þau í ýmsum ævintýrum og skemmtilegum aðstæðum. Fáum algjöra  „Dungeons and dragons” meistara til að vera sögumenn. Takmarkað pláss er í smiðjuna. – 24 krakkar.

 

LARP smiðja

Hin vinsæli live action role playing eða LARP. Takmarkað pláss í smiðjuna -24 krakkar.

 

Vika 5: 12.júlí- 16. júlí

Masterchef Árborg

Masterchef Árborg er byggt upp á svipaðan hátt og samnefndir þættir. Þátttakendur fá ákveðin hráefni sem þau fá að nýta eins og þeim einum listir. Klukkan tifar og sá sem stendur uppi með flottasta, frumlegasta og bragðbesta réttinn vinnur Masterchef Árborgar. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 24 krakkar.

 

Rice Crispies eftirréttagerð

Í þessari smiðju munum við gera eftirrétti úr Rice Crispies. -24 krakkar

 

Vísindasmiðja

Í vísindasmiðjunni munum við prófa alls konar hluti og gera tilraunir saman. Hvað gerist þegar við setjum mentos í kók? Hvernig er hægt að búa til slím? Mjög skemmtileg smiðja þar sem forvitnir vísindaáhugamenn njóta sín í botn. Takmarkað pláss í smiðjuna – 24 krakkar.

 

Listasmiðja

Í lista- og föndursmiðjunni fá listrænir tækifæri til að spreyta sig í alls kyns verkefnum. Krakkarnir fá að spreyta sig til að búa til það sem þeim langar undir leiðsögn listamanns. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 30 krakkar.

 

Fifa 21 mót

Í þessari smiðju munum við seta upp mót í hinum vinsæla tölvuleik Fifa 21. -24 krakkar

 

Borðtennismót Zelsiuz

Í þessari smiðju ætlum við að vera með borðtennismót, verða fjölbreyttar keppnir og verðlaun í boði. Takmarkað pláss í smiðjuna – 30 krakkar

 

 

Frisbeegolf og sund í Hveragerði

Í þessari smiðju verður farið í frisbeegolf í Hveragerði, borðum svo saman hádegismat og förum svo í sund. Þar sem þessi smiðja er heill dagur þá er ekki hægt að panta hálfan daginn. Einnig viljum við minna á að það þarf að taka með sér nesti og sundföt.smiðjuna – 24 krakkar.

 

Boltaleikir

Í fótbolta, handbolta og körfubolta smiðjunni verður farið í hinar vinsælu boltaíþróttir sem svo margir hafa gaman af. Við munum prófa okkur áfram með alls konar trikk og skemmtilegheit og skipta svo í lið og spila saman. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 30 krakkar.

 

Fimleikasmiðja

Í fimleikasmiðjunni verður farið í skemmtilegar fimleikaæfingar í íþróttahúsinu Baulu. Tilvalin smiðja fyrir þá sem hafa gaman af hreyfingu og íþróttum. Takmarkað pláss er í smiðjuna –30 krakkar.

 

Vika 6: 19.júlí- 25. júlí

Brjóstsykursgerð

Í brjóstsykursgerðinni fá krakkarnir að prófa sig áfram að búa til heimagerða og gómsæta brjóstsykra. Hægt er að velja skemmtilegan lit og gott bragð og búið þá til í öllum stærðum og gerðum. Takmarkað pláss er í smiðjuna – 24 krakkar.

 

Tie Dye

Í bolagerðinni fá allir bol til þess að lita eftir eigin litamynstri og gera ýmislegt fallegt. Allir fá að taka bolinn sinn með sér heim. Takmarkað pláss í smiðjuna – 24 krakkar.

 

Minute to win it

Í þessari smiðju förum við í fjölbreyttar og skemmtilegar keppnir þar sem krakkarnir hafa eina mínútu til þess að klara hvert verkefni fyrir sig. -30 krakkar.

 

Hunger Games og sund á Stokkseyri

Hunger Games er mjög skemmtilegur einstaklingsleikur byggður á samnefndri kvikmynd. Hver og einn leikmaður hefur band um hendina sem markar líf hans. Markmið leikmannsins er að ná böndunum af öllum hinum leikmönnunum og standa uppi sem sigurvegari leiksins. Alls kyns hindranir eru á leið hans og hægt að lenda í að ódauðleg skrímsli nái honum eða jafnvel að hann finni aukalíf ef hann missir sitt. Mjög skemmtilegur leikur þar sem krakkarnir fá að spreyta sig sem þátttakendur ævintýrisins. Við munum leika leikinn í Hallskoti og förum við saman í rútu, eftir Hunger Games förum við saman í sund á Stokkseyri og er því ekki hægt að koma hálfan dag, einnig viljum við minna á að það þarf að taka sundföt með sér.  –24 krakkar.

 

Real life among us

Byggt á hinum fræga tölvuleik Among us. Þar verða starfsmenn búnir að gera verkefni sem krakkarnir -30 krakkar

 

Lagaleikurinn

Lagaleikurinn er leikur þar sem starfsmaður spilar lög í hátalara og krakkarnir eiga að giska á annað hvort hver söngvarinn er eða hvað lagið sjálft heitir. Gríðarlega vinsæll leikur hjá Zelsíuz í vetur -30 krakkar

 

Lokahátið

Lokum sumrinu með hvelli, verður auglýst síðar. Takmarkað pláss í smiðjuna -30 krakkar

 

 

Staður
Tölvupóstur