Sumarnámskeið Rafíþróttadeildarinnar

Submitted by Dagbjört on Tue, 04/25/2023 - 09:32
Image
esports

Hvert námskeið verður ein vika í senn haldin á tímabilinu 12. Júní - 21. Júlí.

Mánudag til föstudags fara fram tvö námskeið, fyrst kl. 09:00-12:00 og seinna kl. 13:00-16:00

Námskeiðin fara fram í Vallaskóla

Kennt er í tölvuveri rafíþróttadeildarinnar sem er staðsett í kjallara Vallaskóla. Gengið er inn við Engjaveg beint á móti beygjunni að Iðu. Mælum við með því að börnin komi klædd eftir veðri því námskeiðið fer fram inni og úti.

Tólf námskeið í fjórum hópum verða í boði í sumar fyrir þá sem eru að fara í 5.-10. bekk næsta haust:

Byrjenda yngri hópur: 2011-2013 

3 skipti, 19-23. Júní, 3-7. Júlí, og 10-14. Júlí. 

Nýjir: Ekki æft áður: 2008-2010   

3 skipti, 12-16. Júní, 26-30. Júní, og 17-21. Júlí.

Lengra komin: 2008-2013            

4 skipti, 19-23. Júní, 26-30. Júní, 10-14. Júlí, og 17-21. Júlí.

Stelpur í rafíþróttum: 2008-2011

2 skipti, 12-16 Júní, og 3-7. Júlí.

Verð fyrir öll námskeið er 16.000kr         

Skráning fer fram í gegnum sportabler.com

Um rafíþróttaæfingar:

Fyrir þau sem koma ný inn, erum við að kenna haldgóðar teygjur og förum yfir góðar venjur í kringum tölvurnar ásamt reglum sem þarf að fylgja í tölvurýminu (góð umgengni við tölvubúnað). Þeim er kennt að búa sér til aðgang fyrir þá leiki sem verður prófað. Farið er í fjölbreytt úrval leikja þar sem iðkendur eru kynntir fyrir mismunandi leikjum og fyrir því hvernig spilað sé saman (Liðsheild og tilgangur hennar). Komum við þeim inn í forrit sem einfaldar þeim að spila saman og getað spjallað á sama tíma (Almenn félagsfærni).

Staður
Símanúmer
7780581
Tölvupóstur