Sumarlestur2021

Submitted by gunnars@arborg.is on Tue, 05/11/2021 - 17:19
Image
Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið sem stendur yfir í júnímánuð í Bókasafni Árborgar fyrir börn í 3. – 5. bekk grunnskólanna. Þema sumarlestursins í ár er barnabókahöfundurinn frægi Astrid Lindgren og bókaheimurinn hennar.

Sumarlestur 2021

 

Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið sem stendur yfir í júnímánuð í Bókasafni Árborgar fyrir börn í 3. – 5. bekk grunnskólanna. Þema sumarlestursins í ár er barnabókahöfundurinn frægi Astrid Lindgren og bókaheimurinn hennar.

  

Til að skrá sig á sumarlesturinn er hægt að fylla út þátttökublað í bókasafninu á Selfossi en einnig er hægt að senda tölvupóst á afgreidsla@arborg.is

Eitthvað skemmtilegt verður á boðstólum fyrir krakkana á miðvikudögum í júní, þeim er skipt upp í tvo hópa, annan fyrir hádegi og hinn eftir hádegi, eftir því hvað hentar. Skráningu í sumarlesturinn lýkur 8. júní og fjörið hefst miðvikudaginn 9. júní kl. 13.00 fyrir báða hópana. Sumarlesturinn kostar ekki neitt og öll börn í 3.-5. bekk grunnskólanna eru hjartanlega velkomin.  

Allar nánari upplýsingar um sumarlesturinn er hægt að nálgast á http://bokasafn.arborg.is/ 

Með þátttöku í sumarlestri er stuðlað að því að börn hætti ekki að lesa í sumarfríinu heldur haldi þeirri lestrarfærni sem unnist hefur yfir vetrartímann og auki enn frekar við færni sína með skemmtilestri á sumrin.

 

LESTUR ER BESTUR – LÍKA Á SUMRIN 

Staður
Tölvupóstur
Annað
Skráningu lýkur 8. júní