Sumarfrístund í Árborg 2021

Submitted by gunnars@arborg.is on Tue, 05/18/2021 - 15:32
Image
sumarfrístund er skemmtilegt leikjanámskeið sem verður í gangi í allt sumar

Sumarfrístund er leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára.
Námskeiðin verða í boði frá 14. júní til og með 20. ágúst. Opið er frá kl. 8:00 – 16:30 mánudaga- fimmtudag og 8:00 - 15:00 á föstudögum.

Hvert námskeið stendur yfir í eina viku og verður hægt að velja ýmist heila eða hálfa daga. Takmörkuð pláss í boði á hvert námskeið. Sjá nánari upplýsingar hér: https://www.arborg.is/media/reglur/Reglur-um-thjonustu-fristundaheimila-i-Arborg-samthykkt-utgafa-2021.pdf

Hver vika hefur sitt þema sem gefur til kynna áhersluna hverju sinni. Farið verður í ferðir, sund, göngu-og/eða hjólaferði, leiki, hópefli sem og smiðjuvinnu svo eitthvað sé nefnt.

Vikurnar eru:

Vikan 14.06-18.06 – Bifröst/Hólar/Stjörnusteinar

Strandarvika fyrir börn fædd 2011-2014

Vikan 21.06-25.06– Bifröst/Hólar/Stjörnusteinar

Sveitavika fyrir börn fædd 2011-2014

Vikan 28.06-02.07– Bifröst/Hólar

Náttúruvika fyrir börn fædd 2011-2014

Vikan 05.07-09.07– Bifröst/

Vísindavika fyrir börn fædd 2011-2014

Vikan 12.07-16.07– Bifröst

Listavika fyrir börn fædd 2011-2014

Vikan 19.07-23.07– Bifröst

Hreyfivika fyrir börn fædd 2011-2014

Vikan 26.07-30.07– Bifröst

Ævintýravika fyrir börn fædd 2011-2014

Vikan 02.08-06.08– Hólar

Vatnsvika fyrir börn fædd 2011-2014

Vikan 09.08-13.08 - Bifröst/Hólar/Stjörnusteinar

Víkingavika fyrir börn fædd 2011-2014

Vikan 16.08-20.08 - Bifröst/Hólar/Stjörnusteinar

Menningarvika fyrir börn fædd 2011-2014

 

Við bjóðum nýja nemendur velkomna í ágúst – börn fædd 2015

Vikan 09.08-13.08 Bifröst/Hólar/Stjörnusteinar/Frístund Stekkjaskóla

Frístundavika 1 fyrir börn fædd 2015

Vikan 16.08-20.08 Bifröst/Hólar/Stjörnusteinar/Frístund Stekkjaskóla

Frístundavika 2 fyrir börn fædd 2015

 


Gjaldskrá er eftirfarandi:

Viðbótarstund - 1000 kr-

Hálft námskeið - 7000 kr-

4 daga námskeið með mat – 9.600 kr-

5 daga námskeið með mat – 12.000 kr-

 

Skráning fer fram á skráningarvefnum Völu en einnig er hægt að nágast frekari skil á dagskrá þar inni Innskráning - Advania (island.is)

Nánari upplýsingar fást hjá forstöðumönnum frístundaheimila Árborgar.

sumarfristund@arborg.is

Tölvupóstur