
13 ára og eldri framhaldsnemar - tæknilega krefjandi (ungmenni fædd 2009 og eldri)
Tímabil: 16.maí - 5.júní
Þriðjudagar og fimmtudagar kl.18:00-19:15
Verð: 11.900.-
Hvar: Í húsnæði Dansakademíunnar, Eyravegi 38
Skráningarsíða: https://www.sportabler.com/shop/dansakademian/jazz/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6ODczMQ==?
Lýsing:
Sumarnámskeið fyrir framhaldsnema 13 ára og eldri þar sem krafa er um kunnáttu á tæknilegum atriðum úti á gólfi og horni eins og pirouette, piques, splittstökkum o.s.frv. Mikil keyrsla er í tímunum og æskilegt er að nemendur hafi æft dans í eitt ár áður. Kennari er Gerður.
Í jazzballetttímum er dansgleði og skemmtun í fyrirrúmi ásamt ríkri áherslu á jazzballett tækni. Við æfum í hvetjandi andrúmslofti þar sem hverjum og einum er ýtt áfram í formi hvatningar. Við teljum einstaklega mikilvægt að efla sjálfstraust hjá unglingum og viljum ýta undir þá tilfinningu að hverjum og einum líði vel í eigin skinni. Tímarnir eru 75 mínutur að lengd þar sem stefnt er að efla líkamlegan styrk, jafnvægi og liðleika.
*Lágmarksskráning þarf að nást til þess að námskeið fari í gang. Skráning er bindandi og námskeiðsgjöld fást ekki endurgreidd eftir að námskeið er byrjað.*
Hægt er að hafa samband í tölvupósti eða á Facebook síðu skólans ef að þið eruð með einhverjar spurningar, dansakademian@dansakademian.is og www.facebook.com/dansakademian