
Sköpunar- og hugleiðslunámskeið fyrir börn 6-12 ára í SKRÚFUNNI Eyrarbakka!
Námskeiðin eru vikulöng og þar verða sköpuð listaverk úr náttúrunni ásamt því að læra fallegar hugleiðsluæfingar.
Leiðbeinendur eru Sigrún Þuríður Runólfsdóttir eigandi SKRÚFUNNAR (grósku- og sköpunarmiðstöðvar á Eyrarbakka) og Jóna Lilja Guðjónsdóttir Yoga Nidra kennari og höfundur barnahugleiðslubókarinnar Kristalsfjallið.
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að skapa innri vellíðan með skemmtilegri og fjölbreyttri sköpun (þar sem leitað verður í náttúruna) og notalegum hugleiðsluæfingum. Að auki fær hver og einn þátttakandi námskeiðsins yndislegu barnahugleiðslubókina Kristalsfjallið að gjöf.
Námskeiðin eru eftirfarandi:
Námskeið 6-12.ára
11.-15. júlí.
Samtals fimm dagar.
Verð 19.900.-
Síðdegissnarl er innifalið í verði.
Námskeiðin eru frá klukkan 13-16 (börnin mega vera hjá okkur til 17 ef þörf er á).
Skráning fer fram með skilaboðum á instagram/facebook eða með því að senda póst á netfangið skrufan@skrufan.is.