Skátastarf Fossbúa

Submitted by dianag@arborg.is on Mon, 09/12/2022 - 08:41
Image
Fossbúar

Skátarnir

Skátastarf stefnir að því að gera einstaklinga sjálfstæða og tilbúna til að bregðast við því sem að höndum ber í gegnum athafnanám (learning by doing). Hlutverk skátahreyfingarinnar er að gera heiminn betri með skátaheitið og skátalögin að leiðarljósi.

Skátaverkefni eru fjölbreytt og eru leikir stór hluti af því. Með leikjum er verið að efla einstaklinga, örva eftirtekt, styrkja leiðtogahæfni o.fl. Verkefni skáta eru t.d. úti- og innieldun, hnútar og súrringar, föndur, söngvar, tjöldun, tálgun, að kveikja eld, útivist og hvað eina sem skátum dettur í hug. Skátum stendur til boða að vinna að svo kölluðum færnimerkjum þar sem búið er að skilgreina ýmis verkefni, hvað felst í þeim og hvað þurfi til að ná þeim.

Skátafundir eru einu sinni í viku. Að auki bætast aðrir viðburðir við s.s. félagsútilegur, sveitarferðir, skátamót o.fl. Fundirnir fara fram í Glaðheimum, Tryggvagötu 36 á Selfossi.

Fossbúar bjóða upp á fjölskylduskátun. Þar eru börn og foreldrar saman virkir þátttakendur skátastarfinu. Fjölskyldan greiðir 10.000 kr. fyrir starfsárið. Fyrsti fundur er 24. september.

 

Fundartímar:

Fálkaskátar (10-12 ára) þriðjudagar kl. 17:00-18:30

Dróttskátar (13-15 ára) mánudagar kl. 19:30-21:00

Rekkaskátar (16-18 ára) þriðjudagar kl. 19:30-21:00

Fjölskylduskátar (3-9 ára & foreldrar) annar hver laugardagur kl. 10-12.

 

Félagsgjald

Fjölskylduskátun: hver fjölskylda greiðir 10.000 félagsgjald fyrir starfsárið.

Fálkaskátar og dróttskátar (10-15 ára) greiða 35.000 kr. fyrir starfsárið.

Eldri en 16 ára greiða ekki félagsgjöld en gert er ráð fyrir vinnuframlagi á móti.

 

Starfsárið er frá september fram í júní.

 

Skráning fer fram í gegnum: https://www.sportabler.com/shop/fossbuar

 

Staður
Tölvupóstur