Námskeið fyrir eldri borgara-sumar 2021

Submitted by gunnars@arborg.is on Wed, 06/16/2021 - 15:59
Image
skemmtileg námskeið í sumar fyrir eldri borgara

 

Opnir tímar í íþróttahúsinu við Vallaskóla

Miðvikudögum kl 12-13

Opinn tími fyrir eldri borgara. Hér gefst tími til að æfa t.d. boccia fyrir landsmótið sem verður í ágúst. Já eða spreyta sig í öllum mögulegum íþróttagreinum, taka röltið í salnum/upp og niður stigana eða hreinlega bara hittast og spjalla.

ATH íþróttahúsið verður lokað 14-21 júní vegna framkvæmda

Engin skráning

 

Golf

Þriðjudögum 9:30

Fimmtudögum 9:30 Frekari upplýsingar veitir Hlynur Geir hlynur@gosgolf.is

 

Ganga og tæki

Á föstudögum í sumar ætlum við að hittast við tækin í Grænumörkinni og taka léttar æfingar saman. Eins gefst kostur á kennslu á tækin fyrir þá sem eru að mæta í fyrsta skipti. Eftir æfingar tökum við létta göngu á Selfossi. 

Föstudagar kl 10 með Díönu Gestsdóttur.

Engin skráning

Aðeins um Lappset tækin sem koma frá Finnlandi

Æfingatækin byggja að mikið á að þjálfa jafnvægið sem oft fer minnkandi eftir hækkandi aldur. Kosturinn er að margir geta notað tækin í einu sem gerir þetta líka skemmtilegra fyrir félagslegu hliðina. Allir ættu að finna æfingar við sitt hæfi, hægt er að gera nokkrar erfiðleika útfærslur af mörgum æfingum svo allir ættu að geta gert eitthvað sem hentar þeim. Stöðin inniheldur meðal annars: tröppur, göngunet, bylgjuslá, armbeygjuslá, jafnvægisbretti, uppstig fyrir kálfana, jafnvægsbrú, fingrastigi, jafnvægisgormur, mjaðmagormur, jafnvægisslá, úlnliðsæfingar, handsnúningshjól. 

Stöðin er staðsett við félagsmiðstöðina að Grænumörk 5

Staður