Íslenski bærinn - Barna- og unglinganámskeið í myndlist- sumar 2021

Submitted by gunnars@arborg.is on Mon, 05/17/2021 - 10:00
Image
Myndlistanámskeið fyrir börn og unglinga í Íslenska bænum

Tvö myndlistarnámskeið, fyrir börn á aldrinum 8 til 13 ára og ungmenni 14-18 ára, verða haldin í Íslenska bænum í Austur-Meðalholtum, í Flóahreppi sumarið 2020.

Myndlistarnámskeið fyrir aldurshópinn 9-13 ára, fer fram vikuna 28. júní - 2. júlí frá kl. 9:00 til kl 12:00.

Í gegnum virka þátttöku og frelsi til eigin uppgötvana verða notaðar aðferðir og eiginleikar myndlistar með áherslu á hefðbundna teikningu, mótun, myndbyggingu og myndgreiningu. Viðfangsefni verða sótt í náttúruna, myndheim samtímans, torfbæinn og verkmenningu fyrri tíma. Á námskeiðinu   nálgast nemendurnir viðfangsefnin út frá sjónarhorni myndlistarinnar. Þeim verður gefið rými fyrir tilraunamennsku, samræðu, leik og heimspekilegar vangaveltur.

Markmið  námskeiðisins er að nemandinn kynnist ólíkum aðferðum við listsköpun, öðlist aukið öryggi og færni í teiknilist og lifandi áhuga á nærumhverfi sínu og menningu.

 

Myndlistarnámskeið fyrir aldurshópinn 14-18 ára fer fram vikuna 28. júní - 2. júlí frá 13:00- 16:00. Námskeiðið er hugsað fyrir þau sem áhuga hafa á að leggja fyrir sig myndlist, hönnun og sjónlistir sem starfsgrein. Farið verður yfir vítt svið sjónlista; jöfnum höndum tvívíða og þrívíða myndgerð og tjáningu, umhverfisskynjun, listsögulegar vísanir, myndlestur og skoðun á samtímalist.

Markmið námskeiðsins er að gefa greinargóða mynd af því hvað felst í starfi myndlistarfólks og hönnuða.

 

Kennarar eru Hannes Lárusson og Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir sem bæði hafa langan myndlistarferil að baki og mikla reynsu af myndlistarkennslu á öllum skólastigum.

Aðsetur íslenska bæjarins er að Austur-Meðalholtum í Flóahreppi, 60 km frá miðbæ Reykjavíkur, 7 km fyrir sunnan Selfoss.

Verð 21.000

Frekari upplysingar og skráning í símum 6948108 og 7768708 islenskibaerinn@gmail.com, Sjá einnig islenskibaerinn.is.

Símanúmer
6948108