Hjólað til heilsubótar

Submitted by gunnars@arborg.is on Tue, 05/18/2021 - 15:54
Image
skemmtilegt hjólanámskeið fyrir eldri borgara

Hjólað til heilsubótar

Í samvinnu við Félag eldri borgara Selfossi.

 

Dagar:  26., 27. og 28 maí

Tími: 9 – 11 (11.30)

Umsjón: Jón Hjartarson, eldri borgari

Mæting Grænumörk 5

Fyrir hverja?: Félaga eldri borga

Námskeiðsgjald: Ókeypis

Markmið: að styðja félagsmenn í að nota reiðhjól reglubundið bæði til skemmtunar og heilsueflingar.

 

Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu verður rætt um hvernig hjól henta fólki m.a. með tilliti til notkunar (t.d. götuhjólun, hjólun á malarvegum og slóðum) aldurs, verðs og gæða ofl. Farið yfir öryggi í hjólreiðum, búnað hjólsins, notkun reiðhjólahjálma, fatnað sem hentar mismunandi veðuraðstæðum og sýnileika (gular yfirhafnir) ofl.

 

Nánar:

26. maí: mæting í Grænumörk 5 kl. 9.00. Kynning á námskeiðinu, farið yfir nokkur atriði varðandi hjól þátttakenda og síðan spjall um klæðnað við mismunandi veðuraðstæður og mikilvægi þess að sjást vel þegar hjólað er. Að loknu spjalli verður hjólað innanbæjar góðan hring (hvað verður hjólað fer eftir veðri og vindum). Komið að Grænumörk milli 11 og 12.

 

27. maí: Mæting í Grænumörk 5 kl. 9.00. Að loknu morgunspjalli verður lagt í hjólaferð dálítinn hring innan og utanbæjar ef veður leyfir. Ferðinni lýkur við Grænumörk milli 11 og 12.

 

28: maí. Mæting við Grænumörk 5 kl. 9.00. Dagurinn hefst með að umsjónarmaður námskeiðsins kynnir rafhjól, sem er virkilega áhugaverður kostur fyrir eldri borgar. Rafhjólið léttir hverja ferð án þess þó að skerða líkamsþjálfun og heilsubót auk þess að gefa viðkomandi möguleika á að hjóla í margfalt fjölbreyttara landslagi og við erfiðari veðurskilyrði en ella. Að lokinni kynningu verður hjólatúr þar sem blandað er saman gangstígum, malarvegum og dálitlum brekkum.

Að lokinni hjólaferð við Grænumörk 5 lýkur námskeiðinu með smá spjalli og kveðjum.

Staður