Frístundaklúbburinn Kotið

Submitted by gunnars@arborg.is on Tue, 05/11/2021 - 20:55
Image
Frístundaklúbburinn Kotið er með fjölbreytt starf í sumar

Frístundaklúbburinn Kotið
 

Frístundaklúbburinn Kotið er fyrir börn með sérþarfir í Sveitarfélaginu Árborg.

 

Frístundaklúbburinn Kotið er fyrir grunnskólanemendur í 5.—10. bekk með sérþarfir í Sveitarfélaginu Árborg. Skilyrði fyrir dvöl í frístundaklúbbnum er að nemandi eigi lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg og flokkist undir skilgreiningu í lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 og tilheyri jafnframt fötlunarflokkum 1-3 samkvæmt skilgreiningum Tryggingastofnunar ríkisins.

Markmið frístundaklúbbsins er að efla félagslegan þroska þátttakenda og stuðla að alhliða þroska og heilbrigði ásamt því að hafa góða samvinnu milli starfsfólks og foreldra. Einnig er lagt upp með að mæta þátttakendum á þeirra grundvelli og veita þeim þjónustu við hæfi.

Aðstaða frístundaklúbbsins er í Glaðheimum að Tryggvagötu 36 á Selfossi og er kölluð Kotið.  Í starfinu er unnið að því að auka félagsfærni, samvinnu og góð samskipti í hóp.  Unnið er í skipulögðu starfi sem og frjálsum tíma þar sem þátttakendur fá að velja sér verkefni eftir eigin áhugasviði. Markmið starfsins er að auka samvinnu og gæði félagslegs starfs hjá krökkum með fötlun. Unnið er með þarfir einstaklingsins í huga og hvað honum hentar best í leik og starfi ásamt því að auka sjálfstæði, öryggi í hóp og ánægju af því að vera í félagsstarfi.

Frístundaklúbburinn er opinn alla virka daga frá 07:45 til 16:30 frá 14. júní til 23. ágúst. Lokað verður vikuna 26. júlí til 3. ágúst vegna framkvæmda.

Forstöðumaður er Eiríkur Sigmarsson, þroskaþjálfi, og er hægt að ná í hann í síma 4806363 eða í tölvupósti eirikurs@arborg.is.

 

Gjaldskráin er eftirfarandi:

Viðbótarstund - 1.000kr -

Hálft námskeið með mat - 9.000kr -

Hálft námskeið án matar - 7.000kr -

5 daga námskeið með mat - 12.000kr -

4 daga námskeið með mat - 9.600kr -

Ef skráð er fyrir 1. júní ár hvert fæst 20% afsláttur af þátttökugjaldi.

 

Umsóknir fara í gegnum Völu á https://sumar.vala.is/#/login

Staður
Símanúmer
4806363
Tölvupóstur