D&D sumarnámskeið - Dedication Dragons!

Submitted by Dagbjört on Tue, 04/25/2023 - 08:57
Image
Dungeons & Dragons

D&D sumarnámskeið fyrir þá sem hafa áhuga á ævintýrum, þrautum og samvinnu. Þátttakendur spila með öðrum ævintýramönnum í töfrandi ferð fulla af áskorunum, skrímslum og spennandi verkefnum.      Í námskeiðinu munu þátttakendur læra að búa til persónur í D&D, hvernig á að spila og vinna saman í hóp.

Leiðbeinandi er með reynslu af kennslu D&D og kennir það sem valáfanga í Sunnulækjarskóla. Hann er einnig með meistaraprófi í hagnýtri sálfræði. Í gegnum hlutverkaspilið munu þáttakendur þróa félagslega færni sem mun styrkja þau á öllum sviðum, ásamt lausnamiðaðri hugsun og sköpun.

Komdu og vertu með í viku ævintýri, lærdóms og skemmtunar!

Þátttakendur: Börn á aldrinum 12-17 ára

Námskeiðið er kennt frá kl.12-16, mánudag til föstudags

Þrjú námskeið eru í boði.

  • Vikuna 12-16. Júní
  • Vikuna 19-23. júní
  • Vikuna 26-30. Júní

Staðsetning:  Zelsiuz á selfossi, Austurvegi 2B

Leiðbeinandi: Ingi Már Þorvaldsson

ATH. Hámark 5 þátttakendur í hvert námskeiðið svo við hvetjum þig til að skrá þig sem fyrst.

Verð: 39.900

Hægt að nota frístundastyrk Árborgar.

Skráning og fyrirspurnir sendist á Inga Má á dedicationdragons@gmail.com eða í síma 866-0090.

Staður
Símanúmer
8660090