Dansakademían - Haustönn 2021 fyrir 6 til 17 ára

Submitted by gunnars@arborg.is on Thu, 08/19/2021 - 14:24
Image
Flott dansnámskeið fyrir 6-17 ára í haust hjá Dansakademíunni

Dansakademían býður upp á tómstundamiðað jazzballettnám fyrir börn og ungmenni á öllum aldri. Markmið Dansakademíunnar er að skapa gott umhverfi fyrir dansara á hvaða getustigi sem er til að vaxa og dafna. Boðið er upp á hópa fyrir börn á aldrinum 6-15 ára á haustönn 2021.

 

1. Dagsetningar og aldursskiptingar á námskeiðum

Haustönn 2021 er frá 13. september-16. desember fyrir alla hópa

Tveir hópar eru í boði fyrir 6-8 ára:

  • D1: mánudaga og miðvikudaga kl.14:20-15:20
  • D2: þriðjudaga og fimmtudaga kl.17:40-18:40

Tveir hópar eru í boði fyrir 9-11 ára:

  • A1: mánudaga og miðvikudaga kl.15:30-16:30
  • A2: þriðjudaga og fimmtudaga kl.14:45-15:45

Einn hópur er í boði fyrir 12-14 ára:

  • N1: mánudaga og miðvikudaga kl.17:30-18:45

Einn hópur er í boði fyrir 15-17 ára:

  • S1: mánudaga og miðvikudaga kl.19:00-20:15

 

2. Kostnaður námskeiðs

Verð fyrir D og A hópa = 49.900kr.

Verð fyrir N og S hópa = 52.900kr.

 

3. Hvers eðlis námskeiðin eru,- innihaldslýsing

Jazzballett er frábær leið til að stunda skemmtilega líkamsþjálfun í góðum félagsskap. Við æfum í hvetjandi andrúmslofti þar sem hverjum og einum er ýtt áfram í formi hvatningar. Rík áhersla lögð á að efla líkamlegan styrk og liðleika ásamt leikrænni túlkun og tjáningu. Við teljum einstaklega mikilvægt að efla sjálfstraust hjá börnum og ungmennum og finnst okkur mikilvægt að ýta undir þá tilfinningu að hverjum og einum líði vel í eigin skinni í danstímum.

 

4. Símanúmer sem hægt er að hringja í og tölvupóstur til að fá nánari upplýsingar

Hægt er að hafa samband í tölvupósti dansakademian@dansakademian.is eða á Facebook síðu skólans, Dansakademían.

 

5. Hvar námskeiðin fara fram

Námskeiðin fara fram á Eyrarvegi 38, þar sem Yoga Sálir var áður.

 

6. Hvenær og hvernig skráningu á námskeið er háttað. Gott að senda inn tengla á skráningarsíður ef þær eru fyrir hendi.

Skráning fer fram á www.sportabler.com/shop/dansakademian. Við mælum með að sækja Sportabler appið í símann fyrir samskipti og skipulag. 

 

7. Hverjir séu í ábyrgð fyrir tilteknu námskeiði.

Dansakademían, skólastjórnendur og kennarar: Ástrós Guðjónsdóttir, Gerður Guðjónsdóttir og Inga Sjöfn Sverrisdóttir

Staður