Dansakademían - Haustönn 2021 fyrir 3-5 ára börn

Submitted by gunnars@arborg.is on Thu, 08/19/2021 - 14:20
Image
Dans fyrir 3-5 ára hjá Dansakademíunni í vetur

Dansakademían býður upp á Barnadans fyrir börn á aldrinum 3-5 ára þar sem lögð er áhersla á dansgleði og skemmtun. Tímarnir eru 40 mínutur að lengd, lagður er grunnur í jazzballett tækni ásamt skapandi dansi.

 

1.       Dagsetningar og aldursskiptingar á námskeiðum

Haustönn 2021 er frá 13.september-16.desember fyrir alla hópa

Tveir hópar eru í boði fyrir 3 ára:

  • Sólskinshópur: þriðjudaga kl.16:00-16:40
  • Tunglskinshópur: fimmtudaga kl.16:50-17:30

Tveir hópar eru í boði fyrir 4 ára:

  • Skýjahópur: mánudaga kl.16:40-17:20
  • Rigningarhópur: fimmtudaga kl.16:00-16:40

Tveir hópar eru í boði fyrir 5 ára:

  • Stjörnuhópur: þriðjudaga kl.16:50-17:30
  • Norðurljósahópur: miðvikudaga kl.16:40-17:20

 

2. Kostnaður námskeiðs

Verð fyrir alla hópa 3-5 ára = 29.900kr.

 

3. Hvers eðlis námskeiðin eru,- innihaldslýsing

Í tímunum fyrir börn á aldrinum 3-5 ára er lögð áhersla á dansgleði og skemmtun. Við örvum skilningarvitin með litum, takti, leik og notum ímyndunaraflið til að kanna hreyfingarnar okkar. Tímarnir eru 40 mínutur að lengd þar sem lagður er grunnur í jazzballett tækni ásamt skapandi dansi. Unnið er í því að efla sjálfstæði og sjálfstraust barnanna í samvinnu við foreldra þar sem foreldrar eru ekki með í tímum.

 

4. Símanúmer sem hægt er að hringja í og tölvupóstur til að fá nánari upplýsingar

Hægt er að hafa samband í tölvupósti dansakademian@dansakademian.is eða á Facebook síðu skólans, Dansakademían.

 

5. Hvar námskeiðin fara fram

Námskeiðin fara fram á Eyrarvegi 38, þar sem Yoga Sálir var áður.

 

6. Hvenær og hvernig skráningu á námskeið er háttað. Gott að senda inn tengla á skráningarsíður ef þær eru fyrir hendi.

Skráning fer fram á www.sportabler.com/shop/dansakademian. Við mælum með að sækja Sportabler appið í símann fyrir samskipti og skipulag.  

 

7. Hverjir séu í ábyrgð fyrir tilteknu námskeiði.

 Dansakademían, skólastjórnendur og kennarar: Ástrós Guðjónsdóttir, Gerður Guðjónsdóttir og Inga Sjöfn Sverrisdóttir

Aldur
Staður