Æskulýðsstarf Selfosskirkju TTT (10-12 ára)

Submitted by gunnars@arborg.is on Sun, 08/29/2021 - 18:39
Image
Öflugt æskulýðsstarf í Selfosskirkju

Selfosskirkja býður öll börn í 5.-7. bekk velkomin í TTT starf kirkjunnar á þriðjudögum á milli 16:30 og 18:00. Fyrsti fundur vetrarins verður þriðjudaginn 31. ágúst.

TTT stendur fyrir Tíu Til Tólf ára. Í TTT er margt skemmtilegt brallað. Við föndrum, förum marga skemmtilega í leiki, syngjum saman og skoðum kirkjuna í krók og kima. Hver veit nema við förum í lengri eða styttri ferðir og hittum krakka úr öðrum kirkjum.

Í starfinu er einnig fræðsla þar sem við skoðum hvernig nýta megi boðskap Biblíunnar við að takast á við áskoranir daglegs lífs.

Starfið er börnunum að kostnaðarlausu.

Þátttaka er ekki bundin við ákveðið upphaf eða endi og öllum börnum er velkomið að byrja hvenær sem er.

Skráningarform í TTT starfið haust 2021 er að finna hér: https://forms.gle/BF7hVFtqHpygjnGUA

Sjöfn æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju heldur utanum starfið.
Netfangið hennar er sjofn@selfosskirkja.is.

Staður
Tölvupóstur