Æskó - Æskulýðsfélag Selfosskirkju

Submitted by dianag@arborg.is on Mon, 09/12/2022 - 08:20
Image
TTT Selfosskirkju

TTT starf Selfosskirkju

Selfosskirkja býður öllum börnum í 5.-7. bekk velkomin í TTT starf kirkjunnar. 

TTT stendur fyrir Tíu Til Tólf ára.


Í TTT er margt skemmtilegt brallað. Við förum marga skemmtilega í leiki, föndrum, syngjum saman og skoðum kirkjuna í krók og kima.

TTT er á fimmtudögum á milli 16:00 og 17:30.

Starfið er börnunum að kostnaðarlausu en það þarf að skrá börnin í starfið. Þátttaka er ekki bundin við ákveðið upphaf eða endi og öllum börnum er velkomið að prófa og byrja í TTT hvenær sem er.

Umsjón með barnastarfi Selfosskirkju hefur Sjöfn Þórarinsdóttir. Hún er menntaður tómstundafræðingur og sleit sjálf barnaskónum í barnastarfi kirkjunnar.

Áherslan í barnastarfi kirkjunnar er að hafa starfið skemmtilegt, fræðandi og að það efli krakkanna.
Jafnframt er lagt upp með að mæta börnunum þar sem þau eru og leyfa þeim að njóta sín.
Það eru öll börn velkomin í barnastarf Selfosskirkju.

 

 

Staður
Tölvupóstur