Æskó - Æskulýðsfélag Selfosskirkju

Submitted by dianag@arborg.is on Mon, 09/12/2022 - 08:20
Image
æskó

Æskó – Æskulýðsfélag Selfosskirkju

 

Æskó er fyrir alla krakka í 8. – 10. bekk grunnskóla. Fundir á mánudögum kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimili kirkjunnar.

Á fundum er margt brallað, með það markmið að hafa fyrst og fremst gaman í kirkjunni okkar. En við gleymum ekki að ræða heimsins gagn og nauðsynjar með kristin gildi að leiðarljósi. Hápunktar starfsins er svo án efa æskulýðsmótin sem við stefnum á.

Starfið er börnunum að kostnaðarlausu og það þarf bara að mæta.

Umsjón með barnastarfi Selfosskirkju hefur Sjöfn Þórarinsdóttir.
Hún er menntaður tómstundafræðingur og sleit sjálf barnaskónum í barnastarfi kirkjunnar.
Áherslan í öllu barnastarfinu er að hafa starfið skemmtilegt, fræðandi og að það efli krakkanna. Jafnframt er lagt upp með að mæta börnunum þar sem þau eru og leyfa þeim að njóta sín.

Það eru öll börn velkomin í barnastarf Selfosskirkju

 

 

Staður
Tölvupóstur